Ég er að skoða Íslenska orðabók akkurat núna. Gefið út af EDDU. Ég rakst á
“Vændi” -is HK Það að e-r leyfir við sig kynmök gegn gjaldi, Skipuleg atvinnustarfsemi við sölu kynmaka.
“Vændis-kona” KvK Kona sem selur blíðu sína, stundar vændi, gleðikona, hóra.
“Vændis-maður” KK Íllmenni.
“Vændis-höfðingi” KK Vondur höfðingi.
Passar ?
Hvernig verður vændismaður “Íllmenni” og vændiskona kona sem selur sig?
Ef ég sem karlmaður myndi selja mig yrði ég þá bara íllmenni? Ekki maður sem selur blíðu sína ?