Kæru Hugarar

Það hefur vakið athygli mína sú eeeeeldheita umræða sem oft vill skapast í kringum stig á þessari síðu.
Einhverjum dettur eitthvað sniðugt í hug til að kvarta yfir eða deila með náunganum og er oftar en ekki keyrður í kútinn, beygður niður af fólki sem vill endilega ræða um stig og hórdóminn sem að fýsnin í stigin er.

En hvað græðir hinn venjulegi Jón á “stigum” ?

Það er rétt hjá ykkur, nákvæmlega ekki neitt.

Það eru engar peningagjafir eða verðlaun af neinu tagi, það er öllum sama innst inni við beinið um þann sem mest stig hefur hverju sinni (stór staðhæfing, ég veit)
Einhvern veginn finnst mér Hugi.is alltaf B-klassa síða útaf þessum stigum einmitt og þeim sem þau hylla og dá af fítonskrafti.

Svona einsog illa rekin verslun.

Þessvegna legg ég til, þótt þið séuð velflest öll í kringum 11ára aldurinn og viljið ekki láta tilleiðast þegar aðrir koma með hugmyndir, að við gleymum öll þessum stigum okkar og þróum og þroskum umræðuna frekar um það sem á daga okkar drífur og samfélagið í heild sinni.
því fátt er skemmtilegra en að rekast á greinargóða útlistan á góðu málefni.

Ef ég mætti ráða þá myndu þeir sem vilja svo eeeeendilega tjá sig um hvað þeir hafi svoleiðis ofurspottað “stigahóru” (sem mér finnst karlrembuorð í meira lagi og ekki til að hafa fyrir börnunum) þá ætti sá hinn sami að hugsa sér eitthvað sem honum finnst t.d gruggugt í samfélaginu og skrifa sína eigin f****** grein.

T.d af hverju Olíufélögin eru samstillt í verðum einsog klukka, þrátt fyrir að samráðið eigi að
vera hluti af fortíðinni.

Birt með fyrirvara um villur.
______________________________