Ég hef séð einhverjar umræður um Gettu betur hérna á huga nýlega. Einhver sagði að það væri ekki nógu mikið fjallað um liðin úti á landi. Þá svaraði einhver að það væri af því skólarnir úti á landi væru með svo léleg lið. Ég hef aldrei skilið af hverju fólk þarf alltaf að vera með skítkast útí fólkið úti á landi, það er ekki eins og við búum í torfkofum ennþá!

Ég hef ekkert tekið eftir því að skólarnir á Höfuðborgarsvæðinu séu með yfirburði í þessu og þetta sýnir það mjög vel. Það skiptir líka ekki máli hvar maður býr, maður verður ekkert heimskari af því að búa úti á landi. Það eru kannski minni skólar og aðeins minna námsframboð, en það þýðir ekki að það séu allir heimskir þar.

Þetta er staðan eins og hún er í augnablikinu:

Menntaskólinn við Sund 26 : Starfsmenntabrautin Hvanneyri 6
Menntaskólinn á Egilsstöðum 16 : Verkmenntaskóli Austurlands, Fjarðabyggð 14
Verzlunarskóli Íslands 21 : Menntaskólinn Hraðbraut 17
Borgarholtsskóli 16 : Verkmenntaskólinn á Akureyri 8
Menntaskólinn í Reykjavík 26 : Fjölbrautaskólinn í Breiðholti 5
Kvennaskólinn í Reykjavík 9 : Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum 8
Fjölbrautaskóli Suðurnesja 17 : Fjölbrautaskólinn við Ármúla 7
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra 10 : Fjölbrautaskóli Snæfellinga 5
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ 12 : Iðnskólinn í Reykjavík 12 (13-12 e. bráðabana)
Framhaldsskólinn á Laugum 21 : Framhaldsskólinn á Húsavík 11
Fjölbrautaskóli Suðurlands 16 : Iðnskólinn í Hafnarfirði 6
Menntaskólinn við Hamrahlíð 20 : Flensborgarskólinn í Hafnarfirði 17

Heimildir: http://is.wikipedia.org/wiki/Gettu_betur#2006


Mér sýnist þetta bara vera nokkuð jafnt. Auðvitað eru sumir skólar mikið verr staddir en aðrir. T.d. eru bara minnir mig 10 nemendur á starfsmenntabrautinni á Hvanneyri, ekkert skrítið þótt þeim hafi gengið illa því það eru ekki svo margir að velja úr. Svo eru iðnskólarnir kannski ekki gerðir fyrir fólk með svona gáfur (ath. fólk hefur mismunandi gáfur), þá meina ég að þeir sem eru góðir í bóklegu fara líklega frekar í bóklega skóla. En samt eru nokkrir stærri skólar með ekkert svo háar tölur.


Ég vil bara taka það fram að þetta eru mínar skoðanir og algjör óþarfi að vera með skítkast!