Já, ég var að fá kvikmynd í tölvuna mína. Búin að bíða heillengi eftir að hún kæmi, en þegar ég byrjaði að spila þá kom allt svart, og ég heyrði bara hljóðið í myndinni en ekki myndina sjálfa. Vá, þú getur rétt ímyndað þér hvað ég varð reið!
Allavega.. ég fékk ráð hjá vini mínum (á msn) um að kíkja á hverskonar mynd þetta væri (þ.e.a.s. hvort hún væri fyrir windows media player, eða annað).
Ég gerði það, og þá stóð .avi aftan á. Þá er þetta eitthvað í líkingu við wmv en ég er búin að leita allstaðar á google, og finn hvergi neinstaðar svona .avi spilara og langar svo að finna þannig, því annars get ég ekki horft á myndina mína.

Var þá að spá hvort að fólk sem væri með svona .avi spilara í tölvunni sinni vildi vera svo vænt að segja mér hvar það fékk það/hann eða þá bara segja mér urlið. Það væri alveg æðislegt ef einhver nennti að standa í því. :)

ps: Já, og fyrir forvitna, þá heitir þessi mynd Donnie Darko. ^^,
——