Mér fannst hann ekkert sérstaklega fyndinn og mér er treyst fyrir því að ritskoða þetta áhugamál. Plús að þeir 3-4 sem svöruðu voru ekki beinlínis hlæjandi heldur, og mér var bent á þennan þráð á MSN af gaur sem skoðar sorpið daglega.
Og það er munur á tilgangsleysi og tilgangsleysi, ég eyði þráðum sem eru algerlega fullkomlega tilgangslausir, það má ekki pósta hverju sem er á /sorp.
Flestir þræðir á sorpinu hafa þann tilgang að spyrja aðra notendur um álit þeirra á einhverju, að lýsa einhverju sem viðkomandi hefur lent í eða að skrifa eitthvað sem er gaman að lesa (eða, það sem notendum sorpsins finnst gaman að lesa). Þræðir sem innihalda eina setnngu… Þeir eru einfaldlega bannaðir nema að sú setning sé einstaklega vel orðuð og skemmtileg og geti skapað gott umræðuefni.