Eins og flestir vita eru öfgatollar á iPod stafræna tónlistar, mynda og myndbandsspilaranum, og er ástæðan fyrir því sú að þeir sem ákveða tollanna hafa þá afsökun að þetta sé upptökutæki. Málið er bara að það er ekki hægt að taka upp á hann nema kaupa aukahluti…

Ég var að lesa spjallið á apple.is, og einn kom með skemmtilegt svar, allaveganna fannst mér það skondið.

Ætli tollurinn bjóði upp á Upptökunámskeið með iPod?

Notkun iPod upptökutækisins og hvernig á að nota upptökueiginleikann sem er aðalsmerki iPod upptökutækisins, án þess að kaupa aukahluti.

Einnig verður kennt hvernig á ákvarða meginhlutverk raftækja, eins og til dæmis MacBook Pro DVD spilarann, Sony Ericsson W800i Minniskortalesarann og Rolex dagatalið.

Leiðbeinendur: Sérfræðingar Tollsins í tollagerð.

Ég hefði allavega gaman af að sjá hvernig Tollurinn ætlar að taka upp á iPod.
http://beta.apple.is/index.php?option=com_forum&Itemid=26&page=viewtopic&t=10566 (neðarlega)

Ég skora hér með á tollayfirvöld eða hvern sá sem ákveður töllinn að bjóða upp á svona námskeið!