Meira að segja í Sjálfstæðisflokknum (í Garðabæ) er hægt að finna öfga-feminisma. Fjórir karlar komust í efstu sætin sem ætti að vera alveg sjálfsagt enda var kosið um sætin. En nei nú hefst vælið um að einhver eigi að víkja til þess að hafa konu(r) líka á toppnum.

Konur eru í “verri” stöðu í Sjálfstæðisflokknum vegna þess að ekki eru kynjaskiptingar eins og í öðrum flokkum. Konurnar þurfa að berjast um atkvæðin alveg eins og karlarnir, þvílíkt misrétti! Svo eru fleiri karlar í flokknum en konur, þvinga fleiri konur í hann eða reka burt karla?

Já ótrúlegt land sem við búum í. Getur ekki verið að þessir fjórir menn séu bara þeir hæfustu? Þetta eru bara fjögur sæti, það er ekki stjarnfræðilega ólíklegt.