Mikið ferlega hefur það verið spauglegt að fylgjast með allri þessari umræðu um DV. Upp til hópa þá segir fólk þá vera að dæma fólk án dóms og laga, “saklaus uns sekt er sönnuð” og allt það crap. Þetta sama fólk á hins vegar ekki í miklum vandræðum með að dæma þessa blessuðu blaðamenn og kalla þá úrþvætti og hlakka yfir óförum þeirra.
Ég hef meira að segja tekið eftir því að margir hafa ekki einu sinni lesið þessa margumræddu grein, það er alveg greinilegt að stór hluti af Íslendingum (ekki allir) eiga alveg þvílíkt auðvelt með að kasta sleggjudómum og finnst alveg þvílíkt gaman þegar það koma upp svona leiðindamál sem þeir geta aðeins troðið slúðurfingrunum í.

Ég myndi aldrei verja blaðamennsku DV en reynið aðeins að hugsa áður en þið framkvæmið, hryllilega fyndið að sjá fólk fremja bara nauðalíkar ‘syndir’ og það sakar aðra um.