Jæja kæru hugarar ég er með smá vesen sem ég vil endilega fá ykkur aðstoð við ef þið hafið líka lent í þessu.

Málið er að ég er í smá big time spyware veseni sem er núan að gerast í annað skipti við mig. ég er með tvö spyware forrit en þau virðast ekki ráða við þetta.

Málið er að þetta hefur gerst tvisvar. Í bæði skiptin hefur s.s desktoppið mitt skipst út fyrir viðvörunarmerki… um að spyware sé kominn í tölvuna og ég get ekki tekið desktoppið í burtu. Ég get ekki látið aðra mynd sem desktopp né tekið þetta í burtu.
Svo er annaðhvort linkur á einhver forrit sem ég hef aldrei heyrt um áður (og finn ekki á dc) eða tölvan byrjar sjálf að keyra eitthvað spyware forrit sem ég hef aldrei séð áður.

Þessi forrit finna svo einhverja 10 þús spyware-a að hennar sögn en svo get ég ekki fjarlægt þá með henni því þá þarf ég víst að kaupa þessi forrit. Þegar það kom þá varð ég doldið efins með þau.

Í fyrsta skipti sem þetta gerðist þá kom þetta

http://www.augnablik.is/data/500/558what_the_fuck.JPG

Ég gat engan vegin losnsað við þetta desktop en svo LOOOKS fann ég leið til þess að taka þetta viðvörunarmerki í burtu sem ég náði með því að fara alveg uppí horn og draaaga þetta aðeins í burtu. En tróju hesturinn var enn í tölvunni minni.

Ég skannaði forritin mín og það virtist vera einn spyware sem bara FÓR EKKI… hún fann hann s.s…. sagðist hafa eytt honum en síðan þegar ég skanna aftur þá er hann enn þarna. Hann heitir trojan.instell32


Ég aðhafðist ekkert en svo kom þetta dæmi AFTUR… núna rétt áðan.
http://www.augnablik.is/data/500/558aftur.JPG

Já ég get bara ekki losnað við þetta desktop og um leið og þetta kom þá byrjaði tölvan að keyra forrit sem hhét spysherrif… sem vildi síðan fá pening til að losna við þá 5000 spyware sem forritið fann.

Vil taka það fram að í báðum tilvikum hef ég ekki verið að gera NEITT þegar þetta kemur.

Kann einhver lausn á þessu?
Veit einhver hvað þetta er ?