Ég hef oft séð forsíður á DV þar sem allt er kryddað upp á þvílíkt dramatískan hátt…

Ég er mjög á móti þessum vana fjölmiðla sérstklega DV.

Hingað hringdi Freyr Einarsson blaðamaður á DV á dögunum. Hann spurði hvernig okkur hafi fundist viðtalið um daginn. Ég sagði honum að okkur hafi þótt viðtalið ágætt en fyrirsögnin ekki alveg í samræmi við það sem kom fram í viðtalinu sjálfu. Hann sagði mér að það væru ekki blaðamaðurinn sem skrifar viðtalið sjálft sem ákveði fyrirsagnir heldur einhverjir aðrir (sem þurfa að selja blaðið og finna dramatískar fyrirsagnir, við þekkjum það öll) Honum var fyrirgefið. Ekki kom fram í þessu símtali okkar að um blaðaviðtal væri að ræða. Okkur fannst blaðamaðurinn vera hugulsamur, að vera að spyrja að þessu (sakleysið uppmálað). Ég sagði honum að þetta væri eins og að lesa jólakortin, kveðjurnar (ekki hinstu kveðjurnar!!) sem við höfum fengið hér á blogginu. Allt gott um það að segja. Hins vegar er það hreinn skáldskapur frá blaðamanninum (sem er alls ekki hugulsamur í okkar huga lengur) að bloggið hafi verið sett upp til að fólk gæti sent hinstu kveðju og aldrei hefur heldur hvarflað að okkur að hafa minningarathöfn eins og Morrie Schwarts gerði og sagt er frá í bókinni Þriðjudagar með Morrie (mjög amerískt en allt í lagi fyrir þá sem vilja). Okkur finnst nú vera alveg komið nóg af blaðamönnum og þeirra skáldskap og fyrirsagnagleði. Við þurfum aftur að fara að senda tölvupóst á rabbabarana svo að þeir geti fylgst með því sem er á döfinni hér hjá okkur og loka blogginu, ef blaðamenn ætla að taka það sem þar stendur og nota það til að selja blað sitt.

Þetta er tekið af http://blog.central.is/rabbidedda/index.php?page=comments&id=51071
Living in the realtime…Dreaming in digital…Thinking in binaries…Talking in IP…