Eftir að hafa horft uppá það síðustu árin hvernig gæði frétta- og blaðamennsku hefur nánast dottið niður í núll, Moggann sem enga þora að gagnrýna (nema stjórnarandstöðuna) og DV með “séð og heyrt” froðustílinn. Þá er nú ánægjulegt að fylgjast með því hvernig DV er farið að ganga á eftir málum sem koma upp. Það nægir að nefna hvernig þeir hafa haldið máli Árna Johnsen á lofti (sem n.b. er hvorki búinn að biðjast afsökunar sé segja af sér), og nú síðast klósettmyndavélamálið á Eskifirði (http://www.visir.is/ifx/?MIval=frettir_btm&nr=98439&v=2). Er þetta endurkoma fréttamennsku á Íslandi eða etv bara tilviljun ?
Það væri í ölu falli ánægjulegt ef einhverjir þyrðu að halda svona málum opnum til að þau sofni ekki bara einhverstaðar ofaní skúffu.