Ég er búinn að vera með hálsbólgu síðan 28 des. eða eitthvað þannig og ég er að verða brjálaður á þessari helv**** hálsbólgu!!! ég get næstum því ekkert borðað, sem þýðir að ég hef getað borðað mjög lítið um áramótin, og varla talað og stundum á ég mjög erfitt með að sofa… og svo um daginn þurfti ég að fara á spítala útaf þessu og fá næringu í æð. Það var líka tekin blóðprufa til þess að athuga hvort ég væri með einhverja sýkingu eða eitthvað þannig og svo var ég ekki með neina sýkingu eða neitt þannig að ég gat ekki fengið neitt lyf fyrir þessu og ég þarf bara að bíða þangað til að þetta lagast!!! Og svo safnast alltaf svo mikið munnvatn í munninn á mér og ég neiðist alltaf til þess að kyngja því og það er svo vont!!:(

ARG!! ég er að verða ógeðslega pirraður út í þessa hálsbólgu!!

Langaði bara að láta ykkur vita hvernig mér liði…