Ég ætla að hefja hér nýja spurningakeppni.

Allavega, reglurnar eru þannig að þið eigið að senda mér svörin á hugapóstinn (linkur hér) en helst ekki sem svar við þessum korki. Það væri vel þegið ef að þið mynduð ekki svindla með því að leita á netinu. Svör og stig koma síðan eftir 1 sólarhring og fær sá sem fékk flest stig að semja nýja keppni ef hann vill.


1. Hvað heitir skrifstofustjóri dóms- og kirkjumálaráðuneitisins sem að stóð m.a. að tillögum um sameiningu lögregluumdæmanna á Íslandi?

2. Hver er sendiherra Íslands í Kanada?

3. Hvaða skákmaður hélt heimsmeistaratitlinum í 27 ár

4. Hvar verða vetrarólympíuleikarnir haldnir árið 2010 (nefna á land og borg)?

5. Hver vann bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2005?

6. Hvaða varnarmaður var annar leikmaður til að bætast í lið Manchester United á nýju ári?

7. Hversu mörg verða lögregluumdæmin eftir sameiningu og hversu mörg voru þau fyrir sameiningu?

8. Hverjir unnu heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 1990 og hvar var keppnin haldin?

9. Hver lék galdrakarlinn Albus Dumbledore í fyrstu tveim myndunum um Harry Potter?

10. Hvað heitir forsætisráðherra Finnlands ?