Árið 2005 er liðið. Íslendingar fögnuðu komu ársins 2006 með sprengjum og drykkjuhöldum að venju. Af hverju ætli allir séu alltaf svona glaðir þegar það kemur nýtt ár?

Jú, nýtt ár markar mörgum nýtt upphaf, það er einskonar tækifæri til þess að bæta það sem betur má fara í lífi einstaklingsins. Því er algengt að strengja heit um hvað skal gera á nýju ári. Svo spyr ég ykkur, kæru Hugarar, hvert verður áramótaheitið í ár?

Sjálf ætla ég að byrja að læra heima. Sjáum hvernig það gengur. Best að byrja á einhverju auðveldu.

Farsælt komandi ár.