Ég verð nú ekki oft virkilega pirraður einsog ég er núna og get sennilega talið þau skipti á þessu ári á fingrum handa minna.

Það fer alveg ótrúlega í mig allt þetta nöldur um það að Björgunarsveitirnar skuli geta fengið að halda þessum markaði.

Ég meina það hvað er að fólki, afhverju geta þessi félög ekki fengið að halda þessum markaði til að byggja upp og halda starfi sínu gangandi.

Vill benda á útkallssíðu Landsbjargar
http://www.landsbjorg.is/leitir.nsf

Neyðarskýli sem Landsbjörg heldur úti
http://www.landsbjorg.is/Nskyli.nsf/(webFlokkad)?OpenView&Start=1&Count=90&ExpandView



Sú gagnrýni sem hefur komið fram t.d. hérna á huga virðist miða við það að fólk einfaldlega búi á höfuðborgarsvæðinu og stundi t.d. ekki fjallgöngur, útreiðar eða útivist að neinu tagi eða sleppi því að fara úr alfaraleið.

Vill einfaldlega benda fólki á að fara inná www.landsbjorg.is og lesa um starf hina ýmsu félaga og deilda innan Landsbjargar og gera það upp við sig hvort að ykkur finnist þessi sala þeirra á flugeldum og jólatrjám eitthvað óeðlileg.
We are the hollow men