Ég fékk Sony Walkman mp3 spilara í jólagjöf. Einstaklega flottur og flott gæði. Finnst spilarinn eiginlega við fyrstu sín vera betri, töluvert betri, en iPod. Reyndar á félagi minn svona og hefur sömu sögu að segja (búinn að eiga hann í 2 mánuði). Spilararnir eru held ég ekki komnir í búðir hér á klakanum en ég ætla samt að spurja…

Er virkilega ekki hægt að nota eitthvað annað forrit heldur en CONNECT Player til að setja lög inn á þennan spilara??? Þessi CONNECT Player er þvílíkt rusl. Enganvegin tilbúinn hugbúnaður. Skil ekki hvernig Sony (því ágæta fyrirtæki) getur sent frá sér vöru sem er háð slíkum rusl hugbúnaði.

Ef einhver veit hvað ég er að tala um þætti mér afar vænt um að heyra frá því hvernig þeir hafa náð tökum á CONNECT Player eða einhverju öðru sem hægt er að nota við að hlaða tónlist inn á annars gífurlega flottan spilarann.

(Má sjá spilarann umrædda hér)