Jæja nú er ég forvitinn að fá að vita ástæðuna fyrir því afhverju jólasveina húfan er ekki á huga merkinu eins og venjulega þá þessum tíma árs.

Þetta fær mann til að hugsa.
Eru jólin ekki eins merkileg og þau voru áður?
Hafa jólin enga merkilegu nema gjafir?
Eru jólin kannski bara hégómi og ekkert annað?
Er ekki skrítið að einmitt um jólin þegar við eigum að vera með þeim sem að við elskum mest að þá förum við í matarboð til ættingja sem að við hittum nánast aldrei?
Trúa krakkar ekki lengur á jólasveininn?

Eru gelgjur að eyða heiminum smátt og smátt?

Þetta er umhugsunarvert…endilega segið ykkar skoðun á þessum málum.
Kv. Pottlok