Segjum sem svo að þú sért með þitt eigið fyrirtæki og þú rekur svo þína eigin heimasíðu fyrir þína eigin vörur. Og ímyndum okkur svo að þú sért með spjallsíðu þar sem allir geta tjáð sínar eigin skoðanir.
Og svo kemur einn daginn einhver óþroskaður vitleysingur sem þykist vera voðalega sniðugur og reynir að afla sér vinsældir með kjánaleg comment og diss á einhvern af þínum kúnum sem geta skaðað þitt fyrirtæki hvað myndir þú þá gera? Leyfa viðkomandi að halda áfram að rífa kjaft við viðkomandi og láta aðra sjá það bara til að skemmta því. Trúðu mér það barar gerir það illt verra enda kæfir það niður vinsældir síðunnar þinnar. Ég hef einmitt lent á síðu þar sem enginn var lengur að stjórna síðunni. En þá komu alveg fullt af fólki sem sáu bara tækifærið og eyðilögðu síðunna með endalausu rifrildri og nöldur út í allt og alla. Það endaði svo þannig að höfundar síðunnar ákváðu eyða síðunni. Sum orð hér eru oft ekki fyrir viðkvæma sálir og þess vegna er verið að vernda það fólk fyrir því.
Annars fer það að líða illa að koma á síðunna og fer bara í annað þar sem það finnst það vera velkomið og getur talað almennilega saman án þess að lenda í leiðinlegum náungum sem hata allt of alla. Því miður er enginn sóttvarnarvörn gegn svona fólki. En sumu fólki líður vel við að hrekkja aðra og telja sig vinsæla eftir það.
Segjum sem svo að þú sért að skrifa bók með ákveðið markmið. En ferð svo útaf sporinu með eitthvað sem passar ekki inn í söguþráðinn. Þá færðu auðvitað fullt af gagnrýnisröddum útá það. Þess vegna er betra að forðast að láta það sjást því annars fer allt í steik, ekki satt?
Auðvitað verða sumir forvitnir og vilja vita fyrir hvað var verið að ritskoða. En ef fólk hefur lesið reglurnar hér, sem mér finnst tími til komið af sjálfum stjórnendum hér að fara gera það meira skýrara og það verður að vera meira áberandi á forsíðunni því þá er alveg óþarfi að fást við það útaf hverju greinin var ritskoðuð.
Reglur eru bara reglur sem menn verða að fara eftir hér.