Foreldrum mínum líkar ekki við það hvað ég nota Msnið. Þau vilja fylgjast með öllu sem ég geri í þessari tölvu. Þá meina ég bókstaflega ALLT og þá líka það sem ég segi á Msn! Það er klikkun!!! Og svo er gemsinn minn bilaður þannig að það er erfitt að ná sambandi við vini sína öðruvísi en að fara til þeirra eða gegnum Msn… JúJú heimasíminn reyndar virkar samt en þá er oftast fylgst með Símreikningnum… Ef ég reyni í gegnum Msn þá er fylgst með hvað ég segi og ég má ekki vera lengi! Og ef ég reyni að fara til vina minna þá er það mjög erfitt því mamma nennir ekki alltaf að vera að standa í því að skutla mér yfir í næsta bæ en þar eiga vinir mínir heima… Hvað á ég að gera?! Þetta er óþolandi =(..!!!