Ég ætla að nöldra yfir einelti. Ég er að upplifa neteinelti og það er ekki gaman. Málið er þannig að síðustu 3 korkar sem ég hef sent inn hafa verið eytt.

Á þessum korkum var ekki neitt tilgangslaust. Allaveganna ekki fyrsta. Þar var ég að benda á fyndna klippu sem margir aðrir hafa gert og þeim korkum hefur ekki verið eytt. Í næsta korki vildi ég fá útskýringar af hverju fyrsta korkinum var eytt. Það má greinilega ekki. Svo þegar þeim korki var eytt þá var ég orðinn reiður og krafðist útskýringar af hverju fyrri korkunum mínum var eytt. Ég fékk ekki neina útskýringu á því og hef ekki enn fengið. Eina sem ég fékk var virðingarleysi.

Getur einhver bent á hvar í reglunum stendur að maður má ekki senda inn korka eins og ég gerði. Hefur einhver annar lent í þessu? Teljið þið að þessir korkar voru tilgangslausir?

Endilega hjálpið mér.