Já ég vil banna íþrótta keppnir með öllu. Allar íþrótta keppnir, ólympíu leikana og heimsmeistarakeppnir.
Ég trúi því að keppnir af þessu tagi dragi úr sjálfsímynd þeirra sem ekki geta tekið þátt af einhverjum ástæðum, sama hvort áhugi er fyrir hendi eða ekki.
Vissulega getur verið gott að stunda íþróttir en ég vil meina að keppnir af þessu tagi stuðli að óhóflegri íþrótta dýrkunn. Einsog með allt skal gæta að hófsemi. Það er vel þekkt að þeir sem að keppa í íþróttum geta fengið alvarleg meiðsli sökum of mikilar þjálfunnar og keppnum. Og á efri árum geta íþróttamenn verið mikið böl á heilbrigðiskerfinu okkar sökum gamalla íþrótta meiðsla.

Ég vil enda þettað á að senda Eddu Jónsdóttir, Katríni Önnu Guðmundsdóttir og Rósu Erlingsdóttir kaldar kveðjur vegna frmkomu þeirra gagnvart Unni Birnu og hennar frábæra árangur á Miss World. Og óska Unni Birnu til hamingju.
Ef þær geta kvartað yfir fegurð og fegurðar samkeppnum get ég að vissu marki notað þeirra rök á íþróttir og það sem mér dettur í hug…..