Sæl,

ég var að frétta að hettusótt er að ganga og árgangur 1980-1985 fékk víst ekki bólusetningu fyrir þessu, þannig að þeir sem fengu þetta ekki ungir að aldri ættu að drífa sig í bólusetningu þar sem karlmenn geta orðið getulausir ef þeir fá þetta á fullorðins árum.

Allaveg ég var að spá, ég hélt nefnileg að ég hafði ekki fengið þetta og dreif mig í sprautu en svo var ég að frétta að ég fékk víst hettusótt þegar ég var fjögura ára.. veit einhver hvort að bólusetningin mun hafa einhver áhrif á mig ?

Bara svona að spyrja ég mun samt líklega leita til heilsugæslu þegar ég hef tíma bara til að vera viss :)
Dopi