Langaði að skrifa smá uppgjör um lífið mitt, ekkert sérstakt, bara smá útrás fyrir tilfinningar.
Þegar ég hugsa um hamingju sé ég fyrir mér flottan bíl, ég sé fyrir mér stórann fataskáp, ég sé fyrir mér flott hús, grunnhyggja? Hver veit. Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að ég yrði ekki hamingjusamur fyrr en ég yrði sáttur með sjálfan mig, fyrr en ég samþykkti mig fyrir að vera sá sem ég er. Ég er ekki hamingjusamur nema ég líti vel út, nema hárið á mér sé fullkomlega greitt, húðin jöfn, silkimjúk, brún, fötin fullkomin. Allt þetta ætti að færa mér hamingju. Ég geng lengra og lengra, þegar ég fæ leið á því hvernig ég lít út, dótinu sem ég á, hugsa ég með mér að þetta eigi allt eftir að lagast á morgun, eða hinn, eða í næstu viku, á næstu önn, næsta ári, þegar ég fer í háskóla, þegar ég verð farinn að vinna, þegar ég verð kominn með fjölskildu, þegar ég fer á eftirlaun, þegar ég dey. En afhverju ekki núna? Afhverju virðist alltaf eitthvað vanta hjá mér? Ég vel mér vini eftir því hverjir passa við mig, með hverjum gæti ég látið sjá mig? Ekki öllum, nei, því ég er í mínum eigin huga fullkomnun alls, en samt sé ég mig ekki á undan öllum hinum, alltaf er ég á eftir, á þeim tímapunkti þegar ég hafði allt, ég leit út eins og prins, gekk inní partí og fólk birjaði strax að tala, ég gekk um eins og kóngur, tók í hendina og heilsaði öllum strákonum, faðmaði stelpurnar, samt var ég tómur að innan, hvernig gat það verið? Hvernig getur einhver sem hefur allt verið með tóm? Það er ekki neitt sem ég get ekki gert, ég er í íþróttum með góðum árangri, ég spila á hljóðfæri með mikklum framförum, ég fæ góðar einkunnir, foreldrarnir elska mig, allir þekkja mig, ég á flottustu fötin, flottasta bílin, flottasta húsið, mesta drasslið, en það er eitthvða sem vantar, eitthvað sem ég leita stöðugt að, eitthvað sem virðist ekki vera þarna úti, eitthvað sem ég veit ekki hvort ég muni nokkurtíman finna.