Þar sem ég hef ekkert að gera þá ákvað ég að kíkja aðeins á lagasafnið inná http://alþingi.is.

Þar fann ég þessi skemmtilegu lög hérna

1. gr. Rétt er hverjum þeim, sem heimilt er að lögum að versla hér á landi, að fá sér útmældar óbyggðar lóðir í kaupstöðum eða löggiltum kauptúnum til verslunar. Sama rétt eiga sjávarútvegsmenn, búsettir hér á landi, til að fá sér útmældar lóðir í kaupstöðum, löggiltum kauptúnum og veiðistöðum til útvegs. Bæði þeim, er lóðina eiga í löggiltu kauptúni eða veiðistöð eða stórar óbyggðar lóðir í kaupstöðum, og öðrum, sem önnur lögmæt réttindi eiga yfir landinu eða lóðunum, er skylt að láta af hendi svo mikla óbyggða lóð, sem þörf er á til fyrirhugaðrar verslunar eða sjávarútvegs, enda sé lóðin eigi nauðsynleg til verslunar, sjávarútvegs eða iðnaðar, sem þar er fyrir.

2. gr. Útmæling lóða samkvæmt 1. gr. má aldrei fara fram, nema hreppsnefnd eða bæjarstjórn, þar sem útmælingar er beiðst, veiti meðmæli sín. Þegar þau meðmæli eru fengin, skal sá, er útmælingar æskir, [leita eignarnámsmats eftir almennum reglum um framkvæmd eignarnáms].

Ég er farinn að finna næstu óbyggðu lóð í nágrenninu núna!
Allt hefur enda, pylsa hefur tvo.