Vigdís Finnbogardóttir og fleiri feministar brosa á meðan horft er á stilltu karlmennina sem segjast hafa samviskubit og vilja auka þáttöku sína á heimilinu. Karlaráðstefnan já. Í raun er þetta alveg rétt og ég hef ekkert að setja út á það.

En hvað með réttindi karla? Jafnrétti hlýtur líka að vera þegar karlar hafa full réttindi en ekki bara konur, jafnrétti er ekki að karlar séu duglegir í að beygja sig undir konur. Er t.d. ekkert verið að setja út á það að flestir feður fá aðeins að hafa börnin sín aðra hverja helgi eftir hjónaskilnað? Ef konur eiga að vera jafnar á vinnumarkaðnum og karlar á heimilinu, er þá ekki sjálfsagt að karlar standi jafnir í forræðismálum?

Nú sá ég ekki fundinn en miða við það sem ég sá í sjónvarpinu þá virðist þetta hafa allt verið um að auka réttindi kvenna í gegnum karla. Leiðréttið mig ef það er rangt.