Mig vantar að vita hvað eitt lag er, það var oft í spilun á popptivi fyrir svona 3-5 árum :S. Vandamálið er að ég man ekkert hvað það heitir eða hver syngur það. Ég man bara eftir myndbandinu…

Það var einhvernveginn þannig að hljómsveitin var að spila í eihverskonar gulum og bláum köflóttum kassa og svo var myndbandið einskonar saga:

Einhver strákur var að reyna að ná fyrrverandi kærustuinni sinni aftur.
Var hann að skoða tímarit og það kom einvher og setti klámblöð í hendurnar á honum, þá kom hans fyrrverandi og varð eitthvað voða hneygsluð og gekk í burt.
Myndbandið gekk eigilega allt útá þetta, hún misskyldi hann alltaf.

þetta eru kannski ekkert voða góðar uppl. en ég læt þetta duga í bili, þið spurjið bara ef það er eitthvað!