Ég er með tvo gæja inní mér!

Í fyrsta lagi er það kvöld-gæjinn, hann vakir langt fram eftir kvöldi og langt fram eftir nóttu við að glápa á sjónvarpið eða hanga í tölvunni, sem sagt að gera ekki neitt!
Svo þegar ég spyr hann hvernig honum lýst á það að þurfa að vakna eftir 3 til 4 tíma segir hann með kaldhæðnislegum hlátri!

Hehehe það er alls ekki mitt vandamál! Það er vandamál morgun-gæjans!

Og núna kynnumst við hinum persónuleikanum, ávalt ógeðslega þreyttur og pirraður á morgnanna, gersamlega óhæfur til að gera nokkuð að viti! Fólk er með mikla fordóma gagnvart honum og segir hann vera alkhólista og óreglumann eða jafnvel vera háðan læknadópi!

Þess vegna er kvöld-gæjinn með yfirhöndinna í þessu innbyrgðis stríði sínu eða mínu ég man það ekki! og það virðist sem að morgun-gæjinn eigi sér ekki viðreysnar von og muni aldrei geta hefnt sín á kvöld-gæjanum!

Nema eitt að morgun-gæjinn sofi svo rosalega mikið yfir sig að hann verði rekinn frá störfum sínum að kvöld-gæjinn komist ekki lengur á stefnumót, stundað vídeogláp osfrv.!!!

En hvað finns ykkur um þessa naflaskoðun mína hérna í kvöld? Var hún nógu náin og skýr þannig að þið sjálf fenguð að sjá sjálf/ann ykkur í mér???

Tata,
L