Ég hef ekki nöldarð í langan tíma. Ég veit ekki til þessi að ég hafi nöldrað áður. En núna hef ég tvo málefni til að nöldra um. Ekkert mjög merkileg en engu að síður pirra svon hlutir mig og vill ég því tala um þau hér á þessum ágæta nöldurkorki.

1. málefni
Þegar ég vakna á morgnana er dimmt úti. Þegar ég fer í skólann er dimmt úti. Þegar ég er búinn í skólanum er dimmt. Þegar ég kem heim er dimmt. Þegar ég fer á æfingar er dimmt. Þegar ég kem heim af æfingum er dimmt. Þegar ég fer að sofa er dimmt.

Það er alltaf dimmt, nema rétt á meðan ég er í skólanum. Ég hef ekki mjög gaman af dimmu. En alltaf, nema um helgar, þegar ég er ekki í skólanum að stunda mitt nám er dimmt. Ljúft líf.

2. málefni
Hvað er málið með karlaklósettið í Laugardalshöllinni? Núna eru eflaust einhverjir einstaklingar hér sem hafa ekki komið þangað inn, þannig ég ætla að lýsa því örlítið.

Það er stórt, risastórt. Í raun er það það eina sem mér finnst eitthvað afgerandi stórt í Laugardalshöllinni. En inn á þessu blessaða karlaklósetti eru um það bil 12 klósettbásar, 10 vaskar, 40 pissuskálar og tvo tæki sem blæs lofti á hendur til að þurkka þær.

Af hverju er bara tveir handþurkkarar? Ég hef hvergi á ævinni séð jafn mikið af klósettum, pissuskálum og vöskum, svo svo eru bara tveir handþurkkarar. Ég held það væri nú hægt að bæta við nokkrum til að létta á umferðina í þessa blásara.

Meira verður það ekki að þessu sinni, takk.