Ha? Einhver? Þeir hafa víst verið að selja þetta á amerískum dögum í Hagkaupum upp á síðkastið, en veit einhver hvort þetta er selt einhversstaðar, bara svona að staðaldri?

Og já, ekkert svona “rótarbjór bragðast eins og tannkrem”. Það er staðreynd (og ætti í raun að vera á allra vitorði) að Colgate tannkremið eins og við þekkjum það í dag kom ekki fram á sjónarsviðið fyrr en 1896 í New York. Þá hafði Charles nokkur Hires, frá Philadelphia, selt kolsýrðan rótarbjór í flöskum í rétt þrjú ár.

Þannig að það er í raun tannkremið sem bragðast eins og rótarbjór, og þannig er það bara.