Djöfull þoli ég ekki þegar fólk byrjar alltíeinu að tala bara ensku eins og hálfvitar. Mér finnst sumar enskuslettur alveg ágætar, en þegar fólk byrjar alltíeinu að segja heilu setningarnar á ensku þá er það helvíti pirrandi.
Td. er kunningi minn svona ógeðslega pirrandi að hann segir nánast alla brandara á ensku…
Við vorum að tala saman í skólanum og alltíeinu “hehe, see this guy! blebleblebel… do you want a cake? hahaha” og svo vitnar hann í einhvern Friends þátt.
Ps. Gaurinn er 17 ára en ekki 12 ára gelgja.