Ég er búinn að vera í löngu hléi frá huga og ástæðan er að ég fann nýa síðu sem að ég er með í undirskriftinni minni og þessi síða er ekkert smá skemmtileg (fjallar um fótbolta). Það er til forum á þessari síðu og þess vegna gat ég tekið aðeins eftir göllunum og kostunum í forum kerfinu á huga. Allt er í rauninni mjög jákvætt varðandi kerfið en það er einn galli sem að ég þoli ekki. Það er það að núna skrifa ég þennan kork og hann á eftir að lenda fyrir ofan korkinn sem að var skrifaður á undann þessum kork. Næsti korkur sem að einhver skrifar á eftir að vera fyrir ofann þennan kork. Jafnvel þótt að þessi korkur yrði mjög vinsæll og margir skrifa á hverjum einasta degi og korkurinn fyrir ofann þennan kork verði alveg ótrúlega óvinsæll og enginn skrifar þá á þessi korkur alltaf eftir að vera undir hinum korkinum. Þetta finnst mér asnalegt og það er ömulegt að þurfa að leita að korkinum ef að hann er mjög vinsæll. Mér finnst að korkarnir ættu að skjótast efst upp þegar einhver skrifar eitthvað nýtt í hann. Síðan væri líka gaman að sjá hversu margir sem hafa skrifað og svarað í korkinum þannig að það standi kannski við hliðina á korkinum - 23/12 sem þýðir að 23 hafa lesið og 12 svör!
Þetta er bara smá hugmynd sem mér finnst ágæt!