Ég er að horfa á Edduverðlæaunin, hef ekkert betra að gera, og mér finnst asnalegt að myndin Voksne mannesker skuli vinna þarna verðlaun, og að vera tilnefnd. Er ekki með þessari hátíð verið að styrkja og hvetja til íslenskrar dagskrárgerðar, á íslensku fyrir Íslendinga, allaveganna finnst mér að þetta ætti að vera til þess.

Voksne mannesker, er eins og titillinn gefur til kyna, á dönsku. Þó að hún sé framleidd af Íslendingum, þá er hún samt sem áður stíluð á danskan markhóp, og mér finnst asnalegt að danskar myndir fái að komast á íslenskar verðlaunahátíðir.

Flestir Íslendingar skilja ekki dönsku! Þetta tekur vinningsmöguleika frá góðu íslensku fólki, sem leggur metnað sinn í að gera íslenskt efni, fyrir Íslendinga.

Af hverju ekki, fyrst að við erum farin að hleypa dönskum myndum hingað, að taka upp dönsku? Og kannski gefa frá okkur sjálfstæðið? Þetta finnst mér vera skref í átt að því! Eigum við ekki að leyfa bandarískum myndum sem kannski Íslendingar taka þátt í að komast inn?

-vansi, búinn að fá nóg af tilraunum til að endurvekja samband við Dani