ég vil deila þessu vandamáli með öllum þeim sem skyldugir eru að vinna um verslunarmannahelgina og eru örruglega alveg jafn svekktir og ég.(og jafnvel ykkur hinum sem eru ekki að vinna þessa helgi og liggja þar af leiðandi ekki í “súpunni”)
Þannig er mál með vexti að ég er að vinna í búð, þar sem eru fastar vaktir.Ég ætlaði að vera alveg rosalega sniðug og bað um frí þessa helgi(Verslunarmannahelgina) fyrir tveimur-þremur mánuðum. En allt kom fyrir ekkert,eina sem ég fékk var einn reiður yfirmaðurinn sem sagði að ég yrði AUÐVITAÐ að vinna mína vakt.
Og ég sem hélt að þetta væri VERSLUNARMANNAhelgin, helgi verslunarmanna?? og þar sem ég er verslunarmaður fynnst mér nú að ég mætti fá frí og skvetta ærlega út klaufunum!!!
en ég þarf víst væntanlega að hanga í henni gömlu góðu Reykjavík og láta mér leiðast, nema að eitthvað stórfenglegt kraftarverk gerist(sem er nú ekki mjög líklegt) =´(
*sniff sniff*