Umræðan um svokallaðan Helgafellsnauðgarann hefur fengið miklar umræðu hér á huga, en í Helgarblaði DV er einmitt 2 og hálfs blaðsíðna úttekt á málinu, fórnarlambinu og nauðgaranum.

Eftir dóminn þá hef ég séð 2 greinar og 1 Helgarblað hjá DV sem að mótmæla dóminum (3 ár) harkalega, en einungis eina litla grein hjá Mogganum sem að fjallar eitthvað um málið…

Hvað er málið með Moggan? Þetta er ein heitasta umræðan í þjóðfélaginu í dag og Mogginn lætur sem þetta sé ekkert að gerast, er Hæstiréttur með einhver ítök í Mogganum eða er Ritstjórn Moggans alveg sama um það sem er að gerast á Íslandi? Mér finnst ég sjá meira af erlendum fréttum þar…

Allavegna fær DV feitann plús hjá mér fyrir að fjalla um það sem er í umræðunni á netinu.

- Pixie