Ég hata java.

Hugmyndin er góð. Þ.e. platform independent software. Compile once, run everywhere??
En því miður er þetta gömul hugmynd… Hefur einhver lesið um sögu C málsins?
Anyway…

svo segja þeir, eða hafa sagt að Java sé jafnvel hraðvirkara en C.. Hvað er að fólki!
Það er ekki mögulegt að forritunarmál sem keyrir gegnum sýndarþýðanda (ef svo mætti kalla) keyri hraðar en forrit skrifað í máli sem keyrir beint á tölvuna.. Urgh…

Jæja, málið er að stór forrit skrifuð í Java eru ömurlega hægvirk og höktandi.
Sem dæmi vil ég nefna Maple 10, IntelliJ IDEA og NetBeans.

Já, NetBeans, sem er þróunarumhverfi frá Sun Microsystems!

Oft er ég nota þessi forrit, og t.d. minimize-a í smá tíma, t.d. 2 klst. Þá, er ég maximize-a aftur, er skjárinn grár og maður þarf að bíða í skrilljón sekúndur til að geta byrjað aftur að vinna í helv*** forritinu.

Btw. skrilljón sekúndur er ekki til að laga neitt um hraðamuninn milli C og Java.

Oki, ég skrifaði smá póst á java forumið hjá Sun og lýsti þessu vandamáli. Spurði hvort það væri kannski einhver töfralausn á þessu..

En neeiii.. Finn ekki lengur póstinn minn.. “Hmm.. haa? horfinn??”

einmitt..
helví*** lélegu vinnubrögð..

urrrrgg!!…. urg..
Smoking is one of the leading causes of statistics…