Ég vaknaði í morgun og gerði allt sem ég geri áður en ég fer í skólann. Og þá sé ég að systir mín er ennþá sofandi, en mamma segir að það sé frí í fyrsta tíma hjá henni, og hún sofi aðeins lengur.

Og ég fer svo bara í skólann. Svo fer ég heim. Þá er systir mín greinilega komin heim. Hún er þá inni í eldhúsi ásamt gamalli vinkonu sinni (sem gisti, hún kom að sunnan kvöldið áður, því hún er í vetrarfríi).

Og svo heyri ég mömmu segja við systur mína: “Þú manst að þú mátt alls ekki segja bróður þínum að þú fékkst frí í dag, því þá fer hann að heimta frí þegar Þorgeir kemur í næstu viku.” (Þorgeir er vinur minn, sem ætlar að koma að heimsækja mig í vetrarfríinu sínu)

Og ég æði á mömmu og krefst þess að hún útskýrir málavöxtu fyrir mér. Og þá segir hún: “Systir þín fékk frí út af því að Jóna (köllum hana Jónu) er í heimsókn hjá henni, og ég leyfði það bara af því að hún er svo stutt í skólanum á föstudögum. Hættu nú þessu væli”.

Ég heimta þá frí þegar vinur minn kemur. Þá segir mamma mér að hætta þessu kjaftæði og e-ð svoleiðis.

Það besta við þetta er það að systir ÞOLIR EKKI þessa stelpu (þær eru baar vinkonur í gegnum það að “Jóna” er dóttir vinkonu mömmu) og varð frekar fúl þegar henni var sagt að “Jóna” kæmi. (veit samt ekki hvort hún var í fýlu yfir því eða af því að hún hafði verið að mölva á sér nögl)

Ég er gjörsamlega kominn með upp í háls af þessu. Mamma leyfir og gefur systur minni allt sem hún vill, og þá meina ég ALLT.

Systir mín er svona dæmigerð ofdekruð og síverslandi stelpa.
AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA