Ókey núna ætla ég aðeins að tala um miðla (sko svona eins og Þórhall og þá, ekki fjölmiðla ef þið haldið það) Sko málið með miðla er það að þeir spurja einhverjar spurningar t.d. “það er einhver maður, þekkir einhver einhvern mann” eða álíka spurningu og líkurnar á að einhver í salnum þekki einhver mann eru 1.000.000.000 á móti 1. Síðan spurja þeir einhverrar annarar spurningar eins og t.d. “hann heitir Jón” eða eitthvað þannig. Ef sá sem að svaraði þessu þekkir engann Jón kemur miðillinn með einhverja lélega afsökun eða aðra spurningu t.d “ertu viss um að það sé enginn Jón.” Og svona heldur kjaftæðið áfram með einhverjum ágiskunum og spurningum…

Sko ég bara skil ekki fólk sem að trúir því að þessir gaurar geti talað við dautt fólk t.d. John Lennon, Halldór Laxness eða afa minn. Endilega segið mér hvort þið trúið þessu eða ekki…

biggithor hefur talað…