Mig langar að segja að þessi dagur missti algerlega marks ef hann átti að vera eitthvað táknrænn fyrir jafnrétti.

Konur gengu útaf vinnustöðum og skólum kl 14:08 vegna þess að samkvæmt einhverjum eiga konur að hafa 64% lægri laun heldur en karlar og áttu dagslaun þeirra víst að jafngilda vinnu til 14:08 ef þær væru karlar, samkvæmt einhverri fáránlegri formúlu.

Þætti gaman að sjá formúluna sem afsakar það að stelpur gangi útúr tímum í skólum án þess að fá skróp.

Alveg merkilegt að konur vilja fá hærri laun með því að hætta að vinna, þær berjast fyrir jafnrétti með því að láta karla þurfa að vinna vinnuna þeirra fyrir þá frá 14:08.

gorkur
Staðreyndin að ég þarf að vinna á við þrjá í kvöld af því að konurnar ákváðu að taka sér frí drap eiginlega niður allla mína löngun til að bera skilning eða veita stuðning til þessara aðgerða. Athugið að ég er á nákvæmlega sömu launum og þær og á meðan þær eru röltandi um niður í bæ, ef þær eiga þá eftir að fara niður í bæ, þá eykst álagið á mér en ég fæ ekki yfirvinnu og ekkert frí í staðinn, en þær halda fullum launum yfir daginn.

Hvar er jafnréttið í því?

Þær vilja að konur fái fleiri stjórnunarstöður, þó svo að þær sæki síður um þær, þær vilja hærri laun þó svo að þær biðji síður um það heldur en karlar.
Það er ekki ójafnrétti að fyrirtæki borgi fólki það sem það biður um í atvinnuviðtali, jafnvel þótt að einhver karl biðji um meira heldur en einhver kona.

Ég man eftir því þegar stærðfræðikennarinn minn var búinn að vera mjög dónalegur og leiðinlegur við eina stelpu sem var með mér í áfanga í mjög langann tíma. Einn daginn fékk hún nóg og stóð upp og sagði honum að hún þyrfti ekkert að hlusta á svona kjaftæði og karlinn roðnaði og bað hana afsökunar aftur og aftur. Þetta hafði áhrif, vegna þess að karlinn hætti að láta eins og fífl og kenndi henni eins og öðrum eftir það.
Ég efa að það hefði breytt miklu ef hún hefði farið með skilti og labbað æpandi á ingólfstorg.
Kv.