Vá hvað ég var óheppinn í nótt þegar ég var að keyra heim úr vinnuni. Ég sá það að ég var allveg á síðasta dropanum af bensíni svo mér datt í hug að taka bensín. Vélin gerir víst lítið án bensíns. Jæja ég er að keyra þarna fyrir neðan perluna þar sem select er (rétt hjá keiluhöllinni) og ég keyrði inná planið þar og lagði bílnum við dælu þar. Þá sé ég á dælunni “Lokað vegna bilunnar” Ég hugsaði, jæja þá fer ég bara á næstu dælu gaf aðeins í til þess að bílinn færi áfram en viti menn. BENSÍNLAUS, þetta væri ekki frásögu færandi nema vegna þess að þetta stóð á öllum dælunum. Ég fór inná select og spurði þá hvort að þetta væri einhvað á leðinni í lag og hann sagði, nei allaveganna ekki strax. Við náum ekki í neinn viðgerðarmann þannig óvíst hvenær þetta verður komið í lag. Þannig ég þurfti að fara að hringja í mömmu um há nótt og hún kom sem betur fer og ég fór með brúsa á aðra bensínstöð og tók bensín í hann.

Pæliði samt vesenið…. og óheppninga.
Cinemeccanica