Skemmtilegur fróðleiksmoli og breyting frá tilgangslausum þráðum.. ;)

Að mati margra, lagið sem felldi bítlana. Mjög steikt lag, bæði hvað varðar innihald lagsins og sögu þess. Lagið er Maxwell's Silver Hammer sem kom út á síðustu plötu Bítlana, Abbey Road, árið 1969. Paul samdi lagið, sem átti aldrei að fara inn á plötuna, þar sem að allir hinir þoldu það ekki. Þrjóskan í Paul um að klára lagið fór frekar illa í útkeyrða hljómsveitarmeðlimi, enda fór sem svo að hljómsveitin hætti eftir útgáfu plötunnar. Það má því segja að þetta er lagið sem drap Bítlana.

Og talandi um dráp, ef við snúum okkur að innihald lagsins, þá má túlka það á ýmsa vegu. Ef textinn er hinsvegar lesinn beint án nokkurar myndlíkingar, þá er hér á ferðinni saga um stórklikkaðan fjöldamorðingja. Það er samt sungið í léttum dúr sem gerir lagið frekar að kolsvörtu gríni heldur en þeirri hryllilegri frásögn sem textinn í rauninni er.

Hér má svo finna:

* Flash teiknimynd sem lýsir laginu bókstaflega
* Ýmsar staðreyndir um lagið
* Útskýringar á orðinu 'Pataphysics
* Innlegg um lagið á Wikipedia.
* fer nú ekki að vísa í mikið meira vegna ritskoðunnar sem hér á sér ósjaldan stað.. :p
-axuz