Finnst dómurinn vera allt of vægur.

Hefði kannski skilið hann ef þarna væri aðeins dráp á gæludýri. En hún gerði það fyrir framan dætur sínar. Hlýtur að hafa mjög skaðleg áhrif á sálarlíf þeirra, sérstaklega hjá þeirri yngri.

Breskur dómstóll dæmdi í dag tveggja barna móður í sex vikna fangelsi fyrir að setja heimilisköttinn í þvottavél í viðurvist dætra sinna og setja vélina af stað. Dætur konunnar eru 5 ára og 15 ára. Vart þarf að taka fram, að kötturinn drapst.

Konan, sem heitir Holly Thacker og er 34 ára, ákvað að drepa köttinn, sem hét Fluffy, eftir að hann klóraði hana. Saksóknari í málinu sagði, að fyrrverandi eiginmaður konunnar hefði látið dýraverndarsamtök vita af gjörðum konunnar. Sagði saksóknarinn að eiginmaðurinn fyrrverandi hafi komist að því hvað konan hans fyrrverandi hafði gert þegar hún tjáði honum, að hún ætti ekki lengur kött. Hafi hún sagt honum að kötturinn hafi klórað sig og hafi hún því sett hann í þvottavélina. Að því loknu hafi hún hlegið og sagt: „Ég setti hann á suðu“.

Dýraeftirlitsmaður kom á heimili konunnar nokkrum dögum síðar og fann hann hræ kattarins í ruslafötu. Mun dauðastríð kattarins hafa staðið yfir í heilar 10 mínútur, að mati dýraeftirlitsmannsins. Sagði hann fyrir réttinum í dag, að hann hefði aldrei séð aðra eins meðferð á dýrum.

Varðandi dóminn yfir konunni sagði hann. „Eg vona að hann sendi þau skilaboð til allra þeirra sem telja sig geta hvort nokkuð þessu líkt, að samfélagið umber ekki þvílíkt háttalag. Við munum ákæra ykkur.“


Mbl.is