Ég fór frá BT Net fyrir 3 vikum og skipti yfir í Hive. BT Net sagði að það tæki 5-7 daga að afskrá okkur og við gætum byrjað að nota Hive. Ok, ég sætti mig við það þótt ég trúi því takmarkað.

Svo líður þessi vika og við losnum frá BT Net, þá kemur gaur frá Hive með routerinn og annað drasl og tengir okkur við Hive. Þá er eitthvað að einhverri símstöð hjá Símanum(?!) og við komumst ekki á netið strax, okkur er lofað 1 frímánuði og að netið verði komið eftir 2 daga…

2 VIKUM seinna er ekkert net komið, við höfum hringt á u.þ.b. 2 daga fresti síðustu 2 vikur og alltaf er sagt: “Þetta verður komið í kvöld” eða “Þetta verður komið um hádegi á morgun”. Þetta er orðrétt frá(að ég held) sama manninum sem ég talaði við þar-síðasta mánudag og þar-síðasta miðvikudag.

Svo í gær kemur loksins einhver, eftir að við höfum talað við yfirmann Hive, til að kíkja á þetta hjá okkur. Hann er búinn að vera í 5 mín þegar hann segist ekkert kunna á þetta og maðurinn sem gerir það er veikur.

Þetta fyrirtæki leyfir sér að hringja og lofa stöðugri tengingu, meiri hraða og ég veit ekki hvað og hvað og þegar ekkert virkar er það Símanum að kenna að við komumst ekki á netið, hjá Hive(getur alveg verið, veit ekki nóg um þetta)

Hvað er í gangi? Hefur einhver annar lent í þessu? Á maður bara að sitja og bíða eða eftir að þetta verði lagað eða eru þeir bara að ljúga að manni af einhverjum ástæðum? Ég hef aldrei lent í öðru eins rugli og vill endilega heyra hvað þið hafið að segja um þetta.

(Já það er allt rétt tengt hjá okkur, það er allt eins og það var þegar við vorum hjá BT Net og netið virkaði. Maðurinn sem kom með routerinn kíkti líka á allt það og sagði að allt væri í sóma)