Nú er ég brjál. Ég get víst ekki horft á Enska Boltann afþví símalínan er rúmlega þrjá kílómetra frá heimtaug þannig að ADSL merkið er of dauft. Ekkert breiðband er heldur í blokkinni þannig að Enski Boltinn er bara útúr myndinni fyrir mig nema ég flytji :'(

Þetta væri kannski skiljanlegt ef ég ætti heima einhversstaðar í vesturbænum eða lengst útí Mosfellsbæ en nei nei.. ég á heima Í MIÐJUM KÓPAVOGI. Þarna eru tvær stórar blokkir á sama stað og nokkrar smærri. Mér skilst semsagt að þarna séu jafnvel fleiri hundruð viðskiptavinir sem eiga ekki séns á að fá enska boltann þó svo að þeir búi í miðjum Kópavogi!!! Fyrir þá sem vilja vita, þá er ég búsettur í Furugrund 68 í Kópavogi. Skoðið bara kortið hjá símaskránni og segið mér svo að það sé ekki fáránlegt að þessi staður ætti ekki að geta fengið gott merki.

Tækk kærlega fyrir einokunina á þessu hr. Sími. Takk kærlega fyrir að hafa heldur ekki drullað breiðbandinu á fleiri staði gegnum tíðina. Takk kærlega fyrir að neita að vinna með öðrum miðlum um dreifingu á enska boltanum. Takk kærlega fyrir að geta ekki sett upp einhverskonar enduvarpsstöð fyrir símalínurnar á þessu svæði. Takk kærlega fyrir ömurlega þjónustu!!!