Okei ég veit að það eru alltaf einhverjir i-pod korkar hérna og margir orðnir pirraðir á því, þar á meðal ég. En ég ætla samt að gera einn, ekki til að biðja um einhverja hjálp eða kvarta yfir bilun eða eitthvað.

Ég var bara að spá í því að kaupa mér ipod en hef verið svona á báðum áttum seinustu daga hvort ég eigi að kaupa eða ekki. Maður er að heyra það alltaf að þetta sé að bila og svona. Því var ég að spá hvort að þið gætuð ráðlagt mér hvort mp3 spilari sé ekki betri. Ég sá einn í gær í sony búðinni kringlunni og hann var á 34 þús og tók 20 gb.

Endilega kommenta. Ég nenni ekki að fara að leita á netinu og eitthvað svoleiðis því allar netsíður segja auðvitað þetta er best og þetta er best. Ég vil fá einhvern sannleika. Þar komið þið mér að liði.

I-podeða mp3 spilari? ..og helst að koma með rök fyrir svari?

Takk.