Garg, ég fór seint að sofa í gærkvöldi. Haldið á MSN. Fór að sofa tuttugu mínútur í fjögur sirka … Og vakna svo bara hálftvö!!!

Já, það er slæmt.

Ég átti nefnilega að mæta í félagsfræði, sögu og dönsku á milli átta og eitt.

Af hverju hringir aldrei vekjaraklukkan mín þegar hann er á silent? Ég stillti 2 vekjaraklukkur á símanum mínum en fattaði þegar ég vaknaði að síminn var á silent.

Gerði þá tilraun og komst að því að í bæði skiptin þá hafði síminn ekki gert meira en víbrað þegar vekjaraklukkan fór af stað … Eins og að geri nú mikið gagn þegar síminn er hinum megin í herberginu.

Síðan hafði ég einnig stillt venjulega vekjaraklukku til vara. Eða, það hélt ég. Ég gleymdi að ýta á takkann til að setja klukkuna í gang …

Og þetta er ekki í fyrsta skipti sem eitthvað þessu líkt gerist, nema yfirleitt vakna ég þó um tíuleytið sjálfkrafa.

Það er óeðlilega pirrandi að vera svona gleyminn.