Mér verður óglatt af þessum auglýsingum. Þeir eru í raun að fullyrða að allur launamunur sé vegna fordóma yfirmanna.

T.d. hávaxnir og lágvaxnir. Ýmsar rannsóknir benda til þess að hávaxnir hafi að meðaltali betra sjálfstraust en lágvaxnir. Sjálfstraust hlýtur að endurspeglast í afrekum. Sama má segja um þá sem eru í líkamlegu formi miða við þá sem eru feitir, að meðaltali hærra sjálfstraust. En nei nei auglýsingin setur þetta auðvitað upp eins og vondi yfirmaðurinn mismuni fólki eftir kílóum eða cm.

Konur og karlar, þetta klassíska. Vondi yfirmaðurinn gefur körlum hærri laun fyrir það að hafa typpi. Konurnar sjálfar bera enga ábyrgð á þessu sjálfar.

Við verðum að átta okkur á því að konur geta borið ábyrgð á þessum launamun án þess að vera endilega verri starfskraftur. Samfélagið breytist ekki á einum degi þó að konur streymi á vinnumarkaðinn. Það er margt í samfélaginu sem spilar inn í. Nokkur dæmi sem mér dettur í hug…

* Konur eru en þá í stærra hlutverki á heimilinu. Á þessum jafnréttistímum er konan samt í stærra hlutverki á heimilinu að meðaltali. Þó það sé komið á mörg heimili að það sé jafnt, þá er það samt algengara að konur séu í stærra hlutverki en öfugt.

* Fyrra dæmið endurspeglast í þessu. Þar sem konurnar eru í stærra hlutverki á heimilinu þá er gert meiri kröfur til karlmannsins til þess að vinna sig upp og vinna yfirvinnu.

* Eðli kynjanna. Þetta er búið að breytast að mestu hjá ungu kynslóðinni í dag, mun á endanum endurspeglast á vinnumarkaðnum. Konur orðnar fleiri í framhaldsskólanámi og allt það. En það nær langt aftur í tímann að eðli karlmannsins sé frekar þannig að hann sé keppnismikill og vilji vera betri en næsti maður. Þetta byrjar þegar þeir eru ungir strákar í íþróttum. Man eftir því þegar ég var barn að þá var þetta næstum eins og þráhyggja hjá strákunum að vera betri í íþróttum en hinir, safna verðlaunapeningum og vinna leiki. Á meðan aðal málið hjá stelpunum var það að taka þátt og hafa gaman af leiknum.

* Karlmenn biðja oftar um launahækkanir. Meira að segja feministafélag Íslands hefur viðurkennt þetta og hvetur því konur til þess að standa sig betur í þessu.

Hvort sem maður sé ljótur, fallegur, karlmaður, kona, gyðingur… Allir hafa sömu réttindi til þess að vinna sig upp í samfélaginu. Um leið og við heimtum 0% mun á milli hópa og förum að hafa vissa kvóta, þá erum við fyrst farin að mismuna fólki. Þá eru hlutföll orðin mikilvægari en einstaklingurinn.