Frétt tekin af www.visir.is

Stúlka sem sakaði þrjá menn um nauðgun fékk í dag dæmdar 1,1 milljón í miskabætur í Hæstarétti. Mennirnir eru taldir hafa brotið gegn kynfrelsi hennar með því að hafa samfarir við hana gegn hennar vilja. Talið var nægilega sannað að mennirnir þrír hefðu með athöfnum sínum brotið sameiginlega gegn frelsi og persónu stúlkunnar. Þeir eru dæmdir til að greiða henni bætur, en verður ekki refsað fyrir sjálfa nauðgunina. Saksóknari sá ekki ástæðu til að höfða mál gegn þeim. Meira um þetta í aðalfréttatíma Fréttastofunnar á Stöð 2 klukkan hálf sjö í kvöld.

Tókuð þið eftir þessu?

Leyf mér að paste-a það aftur!

Þeir eru dæmdir til að greiða henni bætur, en verður ekki refsað fyrir sjálfa nauðgunina. Saksóknari sá ekki ástæðu til að höfða mál gegn þeim.

Þetta finnst mér einum of…

Núna er ég sko reiður…

Hver gerir svona lagað?