ég átti heima í vestmannaeyjum,
ohh svo frábær staður gott að alast upp þarna.
en allaveganna byrjaði ég í fyrsta bekk í barnaskóla
vestmannaeyja með besta vini mínum,
hann ási. ég hafði þekkt ása síðan ég var tveggja ára.
eins og ég sagði ólst ég uppi þarna og eignaðist vini þar.
ég var einn af bestu nemendunum og allt gegg mjög vel lífið var frábært.
mamma og pabbi áttu fyrirtæki og allt gekk vel og öllum leið vel

en svo kom dálítið uppá eins og þruma úr heiðum himni
ég var að ganga heim og var samferða vini mínum.
þegar ég gekk inn um hurðina voru allir með tár í augunum,
amma og afi og foreldrar mínir og systkyni og nokkrir vinir pabba.
ég spurði hvað væri á seiði og hélt að eitthvað slys væri.
en svo var ekki fyrirtæi mömmu og pabba fór á hausinn,og þau skulduðu mikið.
af einhverjum völdum misstu mamma og pabbi fullt af vinafólki.
við þurftum að flytja burt frá eyjum.
frá öllum vinum mínum og frændfólki mínu sem á heima þar, en verst var að fara frá henni ömmu og afa.
ohh það var svo sárt ég veit ekki um verri tilfinningu.
við fluttum til keflavíkur og eigum enn heima þar
erum búinn að vera hér í 3 ár
vi lögðumst eiginlega öll í þunglyndi
pabbi fékk hvergi strax vinnu og allt var eins og helvíti
ég man eftir fyrsta deginum í skólanum svo slæm tilfinning
mér langaði bara að öskra búinn eiginlega að missa allt.
nema kisuna mína hann gizmo, hann hélt mér eiginlega á lífi
án hans væri ég ekki núna hér að skrifa þessa grein
ég átti erfitt að eignast vini og var eiginlega vinalaus fyrstu 2 mánuðina, ég var bara inni og lág bara í rúmminu og gerði ekkert.
ennn þann dag í dag eftir 3 ár fynnst ég bara ekki eiga heima hérna.


ég veit ekki alveg hvernig á að klára þetta og hef ekki hugmynd ef þetta er eitthvað góð grein
þig ákveðið það sjálf