Tíu merki þess að þú sért Kristinn Bókstafstrúarmaður



10 - Þú harðneitar tilvist þúsunda guða annara trúarbragða en bregst við í reiði og svívirðu þegar einhver vogar sér að afneita þínum guði.


9 - Þú móðgast og finnst það “ómannlegt” þegar vísindamenn segja að mannkynið hafi þróast frá öðrum lífsformum en þér finnst ekkert athugavert við það að biblían haldi því fram að við höfum verið sköpuð úr moldardrullu.


8 - Þú hlærð að fjölgyðistrúarmönnum en átt á sama tíma í engum vandræðum með að trúa á þrenningarguð sjálf/ur.


7 - Andlitið á þér verður fjólublátt af reiði þegar þú heyrir um “grimmdarverkin” framin í nafni Allah, en þú kveinkar þér ekki einu sinni þegar þú heyrir hvernig guð/Jehova slátraði öllum börnum Egyptalands og fyrirskipaði fjöldamorð á heilu þjóðflokkunum í Jósúabók, þar með talið konum, börnum, dýrum og jafnvel trjám!


6 - Þú hlærð að Hindúatrúnni fyrir að taka menn í guðatölu og Grikkjum fyrir að segja að guðirnir hafi sængað með konum, en þér finnst ekkert að því að Heilagur Andi eigi að hafa barnað Maríu, sem seinna meir fæddi mennskan guð sem var síðar drepinn og reis svo upp frá dauðu og sveif til himna.


5 - Þú ert tilbúinn að eyða allri ævinni í það að leita að gloppum í kenningum vísindamanna um aldur jarðarinnar (nokkrir miljarðar ára), en þér finnst ekkert að því að trúa tímatali skráðu af meðlimum einhverja eyðimerkur ættbálka brons-aldarinnar sem sátu í tjöldum sínum og giskuðu að Jörðin væri nokkra kynslóða gömul.


4 - Þú trúir því að allur íbúafjöldi plánetunnar fyrir utan þann afmarkaða hóp sem er sömu trúar og þú (að undanskildum sértrúarsöfnuðunum sem þú ert í samkeppni við) muni verja heilli eilífð að þjást í Helvíti. En telur samt þína trú þá “ástsælustu” og “umburðarlyndustu”.


3 - Á meðan nútíma vísindum, sagnfræði, jarðfræði, líffræði og eðlisfræði hefur mistekist að sannfæra þig um vitleysu biblíunar þá tekurðu einhverjum fávita sem veltir sér um á gólfinu og “talar tungum” sem allri þeirri sönnun sem þú þarfnast fyrir að biblían sé sönn.


2 - Þú skilgreinir 0.01% sem góðan árangur þegar kemur að svari bæna. Þú telur það sönnunargagn fyrir því að bænir virki og þú telur hin 99.99% þar sem bænirnar báru ENGANN árangur einfaldlega vera “vilja guðs”.


1 - Þú veist í raun mun minna um Biblíuna, Kristni og sögu kirkjunnar heldur en flestir guðleysingjar og efahyggjumenn - en kallar þig samt kristinn.