Ég kvartaði inná slæma grein rétt áðan því ég sá að commentin voru um 180 talsins af engu. Fólk sem er að spjall-commenta. Það er fátt jafn pirrandi og spjall-comment. Svo komst ég að því að það eru svona spjall/rífast comment á öllum færslum!

Stundum er gaman að lesa svoleiðis en þegar þessi vonlausu come-back og slæm skot þjóta allra manna á milli, þá missir þetta allan kraft og verður ekki skemmtilegt og endar jafnvel í riiisa-stórri klysju.

Þessi (yfirleitt) óskemmtilegu og löngu rifrildi enda ekki og fólk kemst aldrei að niðurstöðu því um leið og þú sérð að það er búið að mölva á þér andlitið með góðu skoti, þá hættirðu bara að sóa tíma í vægt come-back!

Ég er að segja þetta þvi Heitar Umræður fyllast alltaf með um 150 álit af svona dúttli og finndst mér að ef fólk ætlar ekki að gera þetta vel, þá bara sleppa því, þetta er ekki gaman fyrir alla aðra sem eru að skoða.

Ekki taka þessu eins og ég sé fullorðni reyndi stálvíkingurinn heldur vitiði nákvæmlega hvað ég á við.

-1000kr að fyrsta commentið verði diss, þið eruð svo húmorslausir, elsku hugara